Beinstyrkur hefur það markmið að fyrirbyggja beinþynningu og beinbrot af þess völdum.
Beinþynning er einkennalaus sjúkdómur þangað til að einstaklingurinn hlýtur beinþynningarbrot með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu.
Beinþynning er sjúkdómur sem mögulegt er að fyrirbyggja sé greining fyrir hendi.
Hjá Beinstyrk er unnt að bóka tíma í beinþéttnimælingu (DEXA), blóðrannsóknir (sameind) sem og jafnvægis- og styrktarmælingu hjá Íþróttafræðing.
Úrlestur rannsókna og ráðgjöf um meðferð er á höndum Ragnars Freys Ingvarssonar, lyf- og gigtarlæknis, eða tilvísandi læknis sem jafnframt er eigandi Beinstyrks. Hjá Beinstyrk starfar einnig Gyða Karlsdóttir geislafræðingur.
Við sérhæfum okkur í greiningu, ráðgjöf og meðferð sjúklinga sem eru með beingisnun eða beinþynningu.